Read more »" /> Read more »"> Work In Progress (En construcción) | SkjaldborgSkjaldborg
 

Work In Progress (En construcción)

Ein frægasta mynd Guerín stendur uppúr ferli hans fyrir þær sakir að hún fjallar um borgina hans, Barcelona. Í myndinni fylgist Guerín og tökulið hans með breytingum á ,,El Xino” hverfinu í miðborg Barcelona þar sem heilu húsaraðirnar eru látnar víkja fyrir nýbyggingum með það fyrir augun að ,,bæta hverfið”. Á meðan við fylgjumst með hverfinu taka breytingum verðum við vitni að athöfnum fólksins sem byggir hverfið og verkamannanna sem vinna við uppbyggingu og niðurrif. Undirliggjandi eru spurningar um gildismat og átök sem fylgja slíkum breytingum.

Leikstjóri
José Luis Guerín