Read more »" /> Read more »"> MAGN | SkjaldborgSkjaldborg
 

MAGN (Verk í vinnslu)

Fylgst er með flutningi nokkurra tímaháðra hljóðskúlptúra Magnúsar Pálssonar árin 2013-2015 og framvinda þeirra fléttuð saman við bjástur hans og amstur, útréttingar og uppgötvanir. Listamaðurinn kafar í feril sinn á hljóðskrafi við sífellt eldri verk í óljósu rými meðan haustlitaferð í þröngum hópi vina miðar áfram í átt að sumarbústaðnum á Skjön í Dölum þar sem myndinni lýkur með ljúfu andvarpi.

Leikstjóri
Steinþór Birgisson
Framleiðandi
Sigurður Ingólfsson fyrir Steintún