Read more »" /> Read more »"> Landsliðið | SkjaldborgSkjaldborg
 

Landsliðið

Hópur Íslendinga – tvö pör og sálfræðingur – tekur þátt í einni virtustu keppni heims í snjóhöggi sem fram fer á hverju ári í Breckenridge, Colorado. Verkið reynist mun erfiðara en nokkur hafði gert sér grein fyrir og reynir verulega á þolmörk liðsheildarinnar, en ekki nokkur liðsmaður íslenska liðsins hefur komið nálægt snjóhöggi áður. Landsliðið lýsir vonum og væntingum dvergþjóðar úr norðri á alþjóðavettvangi.

Leikstjóri
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Framleiðandi
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Janus Bragi Jakobsson