Keep Frozen

Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 25.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C og hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við þá draga upp mynd af löndunarstarfinu, af bæði gamni og alvöru.

Leikstjóri
Hulda Rós Guðnadóttir
Framleiðandi
Helga Rakel Rafnsdóttir
Stjórn kvikmyndatöku
Dennis Helm
Klipping
Kristján Loðmfjörð
Hljóðhönnun
Huldar Freyr Arnarsson
Tónlist
Jozep Marzolla
Tónlist
Prins Póló