Read more »" /> Read more »"> Vindauga | SkjaldborgSkjaldborg
 

Vindauga

Vindauga tekur hægan púlsinn á nýrri en hrörnandi íbúðablokk í Grindavík sem frá efnahagshruni hefur gnæft tóm yfir lágreystri byggðinni. Við læðumst um tómar, ókláraðar íbúðir og horfum út. Gluggarnir ramma inn kyrrláta atburði sem kvikna samhengislausir í úfnu hrauninu án byrjunar eða enda. Samhengið er falið handan rammans, á stað sem við höfum ekki aðgang að. Takmarkað sjónarhornið skerpir athyglina og ef við gefum okkur á vald þessari látlausu tilveru virðist hún óvænt í hárfínu jafnvægi.

Leikstjóri
Þórunn Hafstað
Framleiðandi
Halldóra Þorláksdóttir
Hljóðhönnun og tónlist
Stephane Calce