Read more »" /> Read more »"> Systur | SkjaldborgSkjaldborg
 

Systur

Á bænum Ketilvöllum, í stórbrotnu umhverfi Bláskógabyggðar, reka tvær harðduglegar systur á sextugsaldri bú. Dagleg rútína systranna, sem breytist lítið árstíð eftir árstíð, ár eftir ár, er innilega laus við það stress sem hrjáir nútíma borgarmanneskju.

Systurnar hafa búið á Ketilvöllum frá fæðingu. Þær ferðast sjaldan og leggjast ekki í rúmið veikar. Búið er í fyrsta sæti.

Hjartnæm kvikmynd um líf eineggja tvíburasystra sem hafa kosið að taka við búi foreldra sinna og reka það af fádæma æðruleysi og gleði.

Leikstjóri
Helena Stefánsdóttir
Framleiðandi
Undraland Kvikmyndir & Sputnik Photos
Klipping og eftirvinnsla
Arnar Steinn Friðbjarnarson
Kvikmyndatökur
Adam Pancuk
Kvikmyndatökur
Michal Lucak
Viðmælandi
Guðný Grímsdóttir
Viðmælandi
Gróa Grímsdóttir