Read more »" /> Read more »"> Meistari Tarnús og Hús | SkjaldborgSkjaldborg
 

Meistari Tarnús og Hús

Meistari Tarnús eða Grétar Guðmundsson listmálari, tónlistarmaður og þúsundþjalasmiður lét drauminn sinn rætast árið 1985 þegar hann byggði kúluhús við Kaplakrika í Hafnarfirði. En frá upphafi byggingu húsins þá hefur gæfan ekki fylgt honum. Byggingarfulltrúar Hafnarfjarðar voru á móti þessari byggingu, sem gerði það að verkum að húsið var ekki byggt rétt og myglusveppur gerði vart við sig.

Í þessari mynd fylgjumst við með Grétari á síðasta degi í kúluhúsinu. Hann seldi lóðina ásamt húsinu, þar sem myglusveppur var búin að hertaka allt húsið.
Einnig fylgumst við með sorgardegi þegar húsið var rifið.

Leikstjóri
Grétar Magnús Grétarsson
Framleiðandi
Grétar Magnús Grétarsson
Aukatökumaður
Friðrik Grétarsson