Read more »" /> Read more »"> Latínbóndinn | SkjaldborgSkjaldborg
 

Latínbóndinn

Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og lagahöfundur er löngu landskunnur, ekki síst fyrir latín tónlist sína. Í kvikmyndinni LATÍNBÓNDINN kynnumst við manninum bak við bassann og lögin og því hvernig það vildi til að sveitastrákur úr Dölunum elti tónlistargyðjuna út í heim og alla leið til Havana á Kúbu og sneri loks til baka í heimahagana með heita og litríka latínveislu í farangrinum.

Leikstjóri
Jón Karl Helgason
Framleiðandi
Sigurður G. Valgeirsson
Handrit
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Framkvæmdastjóri
Jóna Finnsdóttir