Read more »" /> Read more »"> Heiti Potturinn | SkjaldborgSkjaldborg
 

Heiti Potturinn (Verk í vinnslu)

Stuttheimildarmyndin Heiti Potturinn fangar þá einstöku og heillandi menningu Íslendinga – umræðurnar og persónurnar í heita pottinum, hefð sem á sér hvergi líka annars staðar í heiminum.

Myndin heimildar og festir á filmu tengingar fólksins í pottinum, raunverulegar umræður og félagslegar, samfélagslegar og pólitískar skoðanir, hugsanir og einkenni okkar Íslendinga.

Áhorfandinn færist inn í heim heita pottsins, inn í heim umræðanna, inn í heim fólksins og fær smátt og smátt að kynnast þeim betur og betur, á fallegan, persónulegan, einlægan og hugljúfan hátt, sem er á sama tíma áhugaverður og fræðandi.

Fólkið sem hefur rödd í heita pottinum er gefið tækifæri á að láta rödd sína heyrast víðar – og okkur hinum gefið tækifæri á að kynnast einstöku fólki og kafa ofan í skemmtilega og hrífandi menningu.

Leikstjóri
Harpa Fönn Sigurjónsdótir
Framleiðandi
Eva Sigurðardóttir
Framleiðslustjóri
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Myndatökumaður, aukatökur
Gunnar Auðunn Jóhannsson
Aðstoð við hljóð, hljóðvinnsla
Agnar Friðbertsson