Read more »" /> Read more »"> Biðin | SkjaldborgSkjaldborg
 

Biðin

Eftir hverju erum við öll að bíða?
Kannski erum við bara í raun að og veru að drepa tímann? Tímanum sem hverjum og einum er úthlutað. Tímanum sem líður alltaf jafn hratt, taktfast. 24 klst. dag eftir dag. Viku eftir viku. Mánuð eftir mánuð. Ár eftir ár. Endalaus endurtekning. En samt gerist ekkert tvisvar undir sólinni, ekkert. Hvert og eitt fyrir sig, veljum við hvernig við verjum tímanum okkar, hvernig við drepum hann. En samt líður bara, hvorki hægt né hratt. Hann bara líður. Og kannski er málið með okkur flest að við erum bara að bíða eftir því að deyja. Þetta er fáránleiki lífsins. Upphaf í engu. Niðurstaða í engu. Er þetta í hundrað þúsundasta skiptið í kvöld? Er þetta í síðasta sinn sem þessir menn segja frá?

Leikstjóri
Þór Ómar Jónsson
Framleiðandi
Bergsveinn Jónsson
Vladimir/Hann sjálfur
Gunnar Eyjólfsson
Estragon/Hann sjálfur
Erlingur Gíslason
Pozzo/Hann sjálfur
Pétur Einarsson
Lucky/Hann sjálfur
Arnar Jónsson
Boyd/Hann sjálfur
Sigurður Skúlasson
Hann sjálfur
Jón Atli Jónasson