Read more »" /> Read more »"> Belovy (1994) | SkjaldborgSkjaldborg
 

Belovy (1994)

Belovy segir sögu Önnu Belovu sem – eftir að hafa misst tvo eiginmenn – býr á sveitabæ ásamt bróður sínum Mikhail. Anna er rökhugsandi vinnuþjarkur, heiðarleg og sterk. Mikhail er oftar en ekki drukkinn, ljóðrænn og heimspekilegur. Myndin er tekin á svarthvíta filmu og tekst Kossakovsky á sinn rómaða hátt að fanga kjarnann í rússneskri þjóðarsál með því að sýna þau systkinin hlið við hlið og í sambúð við náttúruna og rússneska sveit.

Leikstjóri
Victor Kossakovsky
Framleiðandi
Yuri Filimonov
Kvikmyndataka
Leonid Konovalov