Read more »" /> Read more »"> Nýir Íslendingar | SkjaldborgSkjaldborg
 

Nýir Íslendingar (Verk í vinnslu)

„Innflytjandi er einstaklingur sem fæðst hefur erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis.“

Myndin segir sögu tælenskrar fjölskyldu (hjón með tvö börn),frá því hún flyst til Íslands árið 2004 og þar til fyrstu fjölskyldumeðlimirnir taka við íslensku vegabréfi átta árum síðar. Við kynnumst því hvernig fjölskyldunni gengur að ná fótfestu á Íslandi. Baráttu hennar við íslenskunám og Útlendingastofnun, húsnæðiskaup í efnahagshruninu, atvinnumissi og erfiðleikar við að samlagast íslensku samfélagi.

Árið 2009 hófst barátta fjölskyldunnar við Útlendingastofnun, að fá þriðja barnið sitt, rúmlega tvítuga stúlku, heim til Íslands.  Ári seinna tókst, með aðstoð lögfræðinga, að útvega dvalareyfi fyrir stúlkuna í eitt ár. Þegar það ár var liðið fékk hún ekki áframhaldandi dvalarleyfi.

Leikstjóri
Jón Karl Helgason