Read more »" /> Read more »"> Draumurinn um veginn - Gengið til orða | SkjaldborgSkjaldborg
 

Draumurinn um veginn – Gengið til orða

Gengið til orða, er þriðji hluti kvikmyndabálksins DRAUMURINN UM VEGINN, sem er í fimm hlutum og fjallar um pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar til heilags Jakobs á Norður Spáni.  Með pílagrímsgöngu sinni og skýrgreiningu á sjálfum sér sem menningarpílagrími lætur Thor Vilhjálmsson, einn helsti brautryðjandi nútímaskáldsögunnar á Íslandi, 40 ára draum sinn um að ganga hinn forna, 800 km langa forna pílagrímaveg til heilags Jakobs eftir endilöngum norður Spáni, rætast og það á árinu sem hann verður áttræður. Með því sannar hann það sem stundum hefur verið haldið fram að aldrei sé of seint að láta drauma sína rætast. Inn í gönguna fléttast endurlit heim til Íslands og til Frakklands, þar sem Thor hóf rithöfundarferil sinn. Hann er staddur á spönsku hásléttunni í upphafi myndarinnar og hittir þar fyrir kvikmyndahandritsráðgjafa frá New York, sem komið hefur til Íslands að sýna íslenskum kvikmyndagerðarmönnum fram á hversu góðir sagnamenn þeir séu. Myndinni lýkur við Járnkrossinn í León héraði, sem er eitt dularfyllsta minnismerkið við veginn með rætur og siðvenju langt aftur í gráa forneskju.

Leikstjóri
Erlendur Sveinsson
Framleiðandi
Erlendur Sveinsson
Kvikmyndataka, litgreining, samsetning
Sig. Sverrir Pálsson
Hljóðupptaka
Sigurður Hr. Sigurðsson
Þulur
Egill Ólafsson
Hljóðhönnun
Bogi Reynisson
Aðalráðgjafi í málefnum Jakobsvegarins
Nancy L. Frey
Þýðingar úr spænsku, frönsku, og ensku
Elías Portela Fernández, Heiða Sturludóttir, Guðmundur Erlingsson, Oddný Sen, Erlendur Sveinsson
Málfarsráðunautur
Ásdís Egilsdóttir
Framleiðslufyrirtæki
Kvikmyndaverstöðin ehf.