Read more »" /> Read more »"> Oddi hf. Quality over Quantity.... | SkjaldborgSkjaldborg
 

Oddi hf. Quality over Quantity….

Kynningarmynd um fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækið Odda hf, sem er burðarstólpi atvinnulífsins á Patreksfirði með rúmlega 40 ára gamla farsæla sögu. Oddi rekur nútímalega fiskvinnslu og fiskimiðin þar sem fyrirtækið sækir árlega sín 4 þúsund tonn af hráefni eru hrein og ómenguð.

Fyrirtækið hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að framleiða úr besta mögulega hráefni sem völ er á og er veitt á umhverfisvænan hátt. Oddi gerir meðal annars út Núp sem er 300 tonna línubátur búinn fullkomnustu tækjum. Stærsti hluti hráefnis til vinnslu Odda kemur af Núpi. Í myndinni sem er ætluð viðskiptavinum fyrirtækisins er stiklað á stóru í vinnsluferlinu.

Framleiðandi
Oddi hf
Kvikmyndataka
Jón Karl Helgason ,Paul Olai-Olssen
Klipping
Kristín Pálsdóttir
Þulur
Martin Regal