Ge9n

Ge9n er kvikmynd um níu þátttakendur í pólitískri aðgerð á pöllum Alþingis 8. desember 2008. Ári eftir aðgerðina voru þessi níu ákærð fyrir „árás á Alþingi“. Í myndinni er grennslast fyrir um sýn þeirra á íslenskt samfélag og samtíma okkar, hvað þeim gekk til sem gengu lengra en flestir 40 dögum fyrir búsáhaldabyltinguna svokölluðu.

Leikstjóri
Haukur Már Helgason
Framleiðandi
Bogi Reynisson, Sekúndu nær dauðanum í samstarfi við Argout film
Aðaltökumaður sumarið 2010
Miriam Fassbender