Read more »" /> Read more »"> Skarfar | SkjaldborgSkjaldborg
 

Skarfar

Skarfa er að finna í öllum heimsálfum. Allstaðar þar sem menn geta lifað þrífast skarfar líka, að því tilskyldu að þeir finni opið vatn og fisk. Þeir eru á hitabeltinu, ísnum á Norður- og Suðurhveli í eyjum og við strendur, en einnig við vötn óralangt frá hafi. Skarfar verpa í 5000 m. hæð í Andesfjöllum. Engin fuglategund hefur aðlagað sig slíkum öfgum sem skarfurinn. Talað er um 39 tegundir skarfa, en það er nokkuð á reiki meðal fræðimanna. Þar sem fæðuframboð er örast er oft gríðarlegur fjöldi skarfa.

Leikstjóri
Páll Steingrímsson
Myndataka
Friðþjófur Helgason, Páll Steingrímsson, Þorvarður Björgúlfsson, Dufþakur Pálsson
Klipping
Páll Steingrímsson, Ólafur Ragnar Halldórsson