Read more »" /> Read more »"> Liljur vallarins | SkjaldborgSkjaldborg
 

Liljur vallarins

Myndin er um stóru spurningarnar – Guð, tilgang lífsins og dyggðirnar. Þessar spurningar eru settar fram í raunverulegu umhverfi í fámennri sveit þar sem sköpunarverkið flæðir út um allar grundir – menn, dýr og náttúra. Myndin er að mestu tekin í Kjósinni, sem er 200 manna sveitasamfélag í skjóli við Esjuna. Séra Gunnar kemur inn í þetta íhaldsama bændasamfélag með róttækar hugmyndir frá Evrópu; kenningar friðarhreyfinga og nýjar hugmyndir um náttúruvernd. Í hans huga eru þessar hugmyndir nátengdar kenningum Jesú frá Nasaret og boðskap Biblíunnar. Í sókninni eru þó ekki allir sammála um það.

Leikstjóri
Þorsteinn Jónsson