Read more »" /> Read more »"> Ísland Úganda | SkjaldborgSkjaldborg
 

Ísland Úganda

Ísland og Úganda eru tvær fyrrverandi nýlenduþjóðir Evrópuríkja sem fengu sjálfstæði um svipað leyti en vandséð var í upphafi hvernig þessum þjóðum myndi vegna upp á eigin spýtur. Þær hófust handa við að takast á við fátækt og strax í upphafi var útlitið bjart. En vegna spillingar, óstjórnar og stríðsrekstrar heltist Úganda úr lestinni og er í dag flokkað með fátækustu löndum heims. Myndin fjallar um drauma, vonir og skoðanir ungs fólk frá þessum tveimur löndum og reynir að varpa ljósi á hvað er líkt með ungum Íslendingum og Úgandamönnum. Er fólkt svo ólíkt eftir allt saman?

Leikstjóri
Garðar Stefánsson, Rúnar Ingi Einarsson
Framleiðandi
Litli Dímon
Kvikmyndataka
Rúnar Ingi Einarsson
Hljóðvinnsla
Ragnar Ingi Hrafnkelsson
Tónlist
Jóhann Magnús Kjartansson ofl.