Read more »" /> Read more »"> Spói - Lengra en nefið nær | SkjaldborgSkjaldborg
 

Spói – Lengra en nefið nær

Spóinn er einn einkennisfugla í umhverfi okkar. Það er einkum tvennt sem vekur athygli leikmanns á þessum sérstæða fugli. Dillandi söngur hans ómar alls staðar þar sem fuglinn ber niður bæði í lofti og á jörðu. Á varptíma gerir hann engan mun dags og nætur.  Enginn íslenskur fugl,fyrir utan kríuna, á lengri farleið en spóinn. Vitað er að spóar frá Íslandi fara allt niður undir miðbaug og flestir eyða vetrinum í Vestur-Afríku. Merkilegt við ferðir þeirra er að foreldrarnir fara á undan ungunum, en þeir rata á áfangastað, sem er um 7000 km. leið.

Leikstjóri
Páll Steingrímsson
Framleiðandi
Kvik kvikmyndagerð, Páll Steingrímsson
Kvikmyndataka
riðþjófur Helgason, Páll Steingrímsson, Hjalti Stefánsson
Klipping
Páll Steingrímsson
Tónlist
Þórður Högnason, Matthías Hemstock, Einar Jóhannesson
Þulur
Guðjón Einarsson