Read more »" /> Read more »"> Save me | SkjaldborgSkjaldborg
 

Save me

Ísland er „stórbrotið, einstakt og fagurt“. En ef fer sem horfir með áframhaldandi „nýtingu auðlinda“ munu þessar lýsingar ekki lengur eiga við. Austari- og Vestari-Jökulsá eru nú enn ein skotmörk fyrirhugaðra virkjana. Við þekkjum áhrifin af þessháttar framkvæmdum og þá skilyrðislausu röskun lífs á landssvæðunum. Eyðileggingin er skyndileg en jafnframt til frambúðar, svo ekki verður aftur snúið. Í myndinni fylgjumst við með fjölþjóðlegum leiðsögumönnum að störfum við flúðasiglingu (rafting) í ánum og kynnumst þeirra sýn á umhverfið og mikilvægi þess að vernda náttúruna fyrir frekari eyðileggingu.

Leikstjóri
Anup Gurung