Read more »" /> Read more »"> Sætir strákar | SkjaldborgSkjaldborg
 

Sætir strákar

Í janúar síðastliðnum var í framhaldsdeild FSN á Patreksfirði boðið upp á áfangann „heimildamyndagerð 103“. Átján unglingar tóku þátt í áfanganum og gerðu þeir nokkrar myndir og enduðu á sinni eigin heimildamyndahátíð. Ein af myndunum sem var sýnd þar er „Sætir strákar“ en hún varpar skemmtilegu ljósi á líf unglinganna í þorpinu. Myndin er tekin á einum degi í íþróttahúsinu og sýnir andrúmsloftið sem ríkir meðal sætra stráka á körfuboltaæfingu og í ræktinni. Hún er ekki einvörðungu heimild um sæta körfuboltastráka heldur einnig um kvikmyndagerðarkonurnar sjálfar og þeirra hugmyndir um sætleika.

Leikstjóri
Jórunn Sif Helgadóttir, Maria Herz, Margrét Ástrós Gunnarsdóttir
Framleiðandi
Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði