Read more »" /> Read more »"> Kjötborg | SkjaldborgSkjaldborg
 

Kjötborg (Verk í vinnslu)

Við Ásvallagötu í Reykjavík stendur kjörbúðin Kjötborg. Bræðurnir Gunnar og Kristján eru goðsagnir í lifanda lífi, síðustu móhíkanar smákaupmannastéttarinnar. Með sjarmann og samhjálpina að vopni hefur þeim tekist að lifa af á meðan samherjar þeirra hafa orðið að víkja fyrir ráðandi markaðsöflum. Fylgst er með daglegu lífi þeirra bræðra og varpað upp myndum af vel völdum fastakúnnum.

Leikstjóri
Helga Rakel Rafnsdóttir, Hulda Rós Guðnadóttir
Framleiðandi
Villingur ehf., Þorfinnur Guðnason
Kvikmyndataka
Friðrik Guðmundsson
Myndvinnsla / klipping
Stefanía Thors
Tónlist
Sindri Már Sigfússon