Svona fólk (Verk í vinnslu)

Fram undir áttunda áratuginn þorðu örfáir að opinbera samkynhneigð sína á Íslandi. Gerði fólk það mátti eiga von á háðung og níði og ofsóknum í skóla eða vinnustað. Örlagaríkt viðtal við Hörð Torfason 1975 markerar upphaf baráttu homma og lesbía fyrir réttindum sínum. Svona fólk rekur 40 ára sögu þessarar pólitísku hreyfingar og fólks sem daglega tókst á við ríkjandi gildismat og fordóma í von um að gera Ísland byggilegt fyrir sig og sína.

Leikstjóri
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Framleiðandi
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Handritshöfundur
Halla Kristín Einarsdóttir