Síðasta haustið (Verk í vinnslu)

Þar sem vegurinn endar lengst norður á Ströndum stendur bærinn Krossnes. Þar hefur fjárbúskapur verið stundaður kynslóð fram af kynslóð í hundruðir ára. Úlfar bóndi er jafn mikill hluti af landslaginu eins og Krossnesfjallið sjálft. Þetta er síðasta haustið sem hann og Oddný kona hans smala fé sínu í réttir og þar með endar búskapur í Krossnesi á Ströndum. Enn eimir eftir af gamla Íslandi en síðustu bændurnir sem stunda búskaparhætti að gömlum sið munu brátt heyra sögunni til.

Leikstjóri
Yrsa Roca Fannberg
Framleiðandi
Yrsa Roca Fannberg og Hanna Björk Valsdóttir
Framleiðslufyrirtæki
Biti aptan Bæði
Framleiðslufyrirtæki
Akkeri Films