Ísland er langminnsta þjóð heims til þess að koma liði sínu inn á lokamót HM í knattspyrnu og hefur saga íslenska landsliðsins vakið mikla eftirtekt. En getur verið, að öflin sem gert hafa þessi drengi að kraftaverkamönnum, séu þau sömu og hafa komið þjóðinni í koll, til að mynda í tengslum við hina svokölluðu útrás sem leiddi næstum því af sér gjaldþrot þjóðarbúsins? Í gegnum leikmenn og aðra viðmælendur fræðumst við um Íslendinga, hvað þeir óttast og hvers þeir vænta.