Metall og melankólía

Árið er 1995 og Heddy Honigman slæst í för með leigubílstjórum í Lima, höfuðborg Perú. Í gegnum
samtöl við margar og ólíkar persónur dregur hún, af sinni sérstöku list, upp portrett af augnabliki
þjóðar. Fátækt og reisn eru ríkjandi þemu myndarinnar. Leigubílstjórarnir lýsa einstöku sambandi
sínu við bílana og smám saman kynnumst við þeim betur, heyrum af fátækt og ást og þjáningu. Eða
eins og einn leigubílstjórinn segir: Lífið er erfitt, en fagurt.

Leikstjóri
Heddy Honigmann
Framleiðandi
Suzanne van Voorst
Framleiðandi
Peter Delpeut