Kanarí

Markmið heimildamyndarinnar er að gera þessum skemmtilega anga íslenskrar menningarsögu skil. Markmið okkar er líka að myndin velti upp nokkrum áleitnum spurningum og vangaveltum, svo sem hvað það er eiginlega að vera túristi? Við fáum að kynnast fjölmörgum persónum sem búa á eyjunni auk eldri borgara sem koma nokkrum sinnum á ári og upplifa sig síður einangruð á veturna fjarri kulda og hálku.

Leikstjóri
Magnea Björk Valdimarsdóttir/Marta Sigríður Pétursdóttir