Even Asteroids Are Not Alone

Við svífum um geiminn líkt og fljúgandi loftsteinar og erum aldrei einsömul, því við tengjumst ýmsum samspilurum sterkum böndum. Hundruðir þúsunda leikmanna grafa eftir málmum, stunda viðskipti og berjast hver við annan í tölvugerðum vetrarbrautum langt, langt í burtu frá heiminum eins og við þekkjum hann. Í hinni víðáttumiklu og fjandsamlegu veröld Nýju Eden er engum treystandi. En hvernig eignast maður vini í fjarlægum víddum himingeimsins?

Með því að tvinna saman reynslusögur fjórtán Eve Online spilara sjáum við hvernig tölvuleikir geta búið til ný samfélög og brúað bilið á milli okkar.

Leikstjóri
Jón Bjarki Magnússon