Er ást? (Verk í vinnslu)

Er ást? er heimildamynd um að elska, missa, syrgja og rísa upp á ný. Danshöfundurinn og listamaðurinn Helena Jónsdóttir missti mann sinn, Þorvald Þorsteinsson, snögglega árið 2013. Þorvaldur var afkastamikill listamaður á mörgum sviðum og snerti við mörgum á lífsleiðinni. Helena fer með afleifð hans eins og börnin hans og vinnur að því að koma ævistarfi hans í öruggan farveg á sama tíma og hún heldur áfram með eigið líf og listsköpun eftir sviplegan ástvinamissi.

Leikstjóri
Kristín Andrea Þórðardóttir
Framleiðandi
Kristín Andrea Þórðardóttir og Olaf de Fleur
Handritshöfundur
Kristín Andrea Þórðardóttir
Stjórn kvikmyndatöku
Bjarni Felix Bjarnason
Framleiðslufyrirtæki
Poppoli Pictures