Ferðalagið

icon-flug

Flugfélagið Ernir flýgur frá Reykjavík til Bíldudals, og þaðan fer rúta til Patreksfjarðar. Það ferðalag tekur um klukktíma frá Reykjavík. Innritun í flug fer sunnan megin við Hótel Loftleiði.

icon-flug

Ekið er til Stykkishólms, þaðan er ferjan Baldur tekin yfir á Brjánslæk og þá tekur við 40 mín akstur til Patreksfjarðar. Hægt er að fara úr ferjunni í Flatey og eiga þar dagsstund áður en haldið er áfram ferðalaginu. Baldur siglir tvisvar á sólarhring frá Stykkishólmi og vissara er að lesa tímatöfluna á heimasíðu þeirra.

icon-flug

Að keyra alla leið er um 6-7 tíma ferðalag, en með mörgum verðlaunum á leiðinni. Náttúrupottar og gullfallegt útsýnið hefur lokkað marga á þennan rúnt. HÉR er hægt að sjá leiðina á korti, með tillögum að stoppum.