Vasulka áhrifin (Verk í vinnslu)

Vasulka áhrifin er heimildamynd í fullri lengd um Steinu og Woody Vasulka, frumkvöðla í vídeólist. Á fyrsta fundi sínum 1960 samþykkti Steina bónorð Woodys og “the rest is history”. Við finnum Vasulka hjónin u.þ.b. 50 árum síðar, heima hjá þeim í adobe húsinu sínu í Santa Fe, New Mexico. Með fáum nútímalegum þægindum er eins og tíminn hafi staðið í stað hjá Vasulka hjónunum húsið eins og hellir; vídeó hellir og sneisafullt af gömlu vídeó og tækni dóti sem einhvern tíma hafði hlutverk. Á áttræðisaldri er Steina skýr enn þá að skapa list og harðaákveðin í því að bjarga arfleifð Vasulka tvíeykisins og koma því í hendur safnara til framtíðar varðveislu. Woody bráðskarpur á hápunkti ferils síns er að kljást við minnisleysi heilsubrest en gerir það með húmor og hreinskilni. Í kvikmyndinni fylgjumst við með daglegum áskorunum Vasulka hjónanna sem á þessum tímapunkti er stundum fyndin og öðrum stundum sorgleg en í gegnum viðleytni þeirra til að varðveita arfleifð sína kynnumst við afkima listasögunnar um videó list og hvernig þetta listform hafði áhrif á tölvuþróun og tækni snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Vasulka hjónin höfðu áhrif á söguna með rannsóknum sínum og tilraunum með vídeó merkið og með því að skapa samferðarmönnum sínum í New York vettvang þegar að þau opnuðu The Kitchen – Eldhúsið, miðstöð Avant garde listar: videó, performance, og tónlistar. Þar höfðu listamenn á borð við Andy Warhol, Arthur Russel, Philip Glass, Peter Greenaway, Jonas Mekas, Brian Eno, David Byrnes, Gary Hill, Nam June Paik, Laurie Anderson and Cindy Sherman vettvang til að koma fram opinberlega þegar að önnur gallerí höfðu engan áhuga á þessu nýja listformi. Sagan um Vasulka er saga um staðráðna listamenn sem höfðu bara áhuga á að vinna að list sinni til að skapa og rannsaka og endalok þessa tímabils sem kennt hefur verið við vídeólist.

Leikstjóri
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Framleiðandi
Sagafilm & Krumma Film
Framleiðandi
Margrét Jónasdóttir
Framleiðandi
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Meðframleiðandi
Radim Procházka
Meðframleiðandi
Simon Klose
Meðframleiðandi
Vibeke Vogel
Kvikmyndataka
Arnar Þórisson
Kvikmyndataka
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Kvikmyndataka
Simon Klose
Hljóð
Árni Benediktsson