Stökktu

Á þrítugasta aldursári sínu vantar Hafdísi Sigurðardóttir, afreksfrjálsíþróttakonu, einungis 14 sentimetra upp á að komast á Sumarólympíuleikana í Ríó í Brasilíu. Við fylgjumst með henni frá því hún tekur ákvörðun um að flytja til Svíþjóðar frá heimahögunum á Norðurlandi að freista þess að með réttri þjálfun og nægri einbeitingu muni hún ná lágmarkinu áður en tíminn rennur út. Myndin fjallar á heiðarlegan hátt um hvernig það er að vera kona í afreksíþróttum, aldurinn og álagið við keppnisiðkun, fjölskylduna og hvernig hún tekst á við sigra og ósigra á ferðalaginu.

Leikstjóri
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Framleiðandi
Árni Gunnarsson