KANARÍ (Verk í vinnslu)

Markmið heimildamyndarinnar er að gera þessum skemmtilega anga íslenskrar menningarsögu skil. Markmið okkar er líka að myndin velti upp nokkrum áleitnum spurningum og vangaveltum, svo sem hvað það er eiginlega að vera túristi? Þjóðmenning er fljótandi og ekki bundin við ákveðna staði eins og þetta samfélag ber augljóslega merki. Kanarí er fyrir mörgum sem heimsækja eyjuna árlega og hafa gert í áraraðir annað heimili og það hefur orðið til áhugavert samfélag í kringum það sem að hverfist meira og minna í kringum Klöru sjálfa sem að kemur til með að vera þungamiðja myndarinnar. Klara hefur búið á Spáni í meira en 40 ár og á Kanarí í meira en 30 ár og hefur verið sólþyrstum Íslendingum innan handar og er löngu tímabært að íslenskir áhorfendur fái að heyra og sjá sögu Klöru sem og að fyrirbærið sólarstrandaferðir fái að vera umfjöllunar- og rannsóknarefni í þessu samhengi. Við fáum að kynnast fjölmörgum persónum sem búa á eyjunni auk eldri borgara sem koma nokkrum sinnum á ári og upplifa sig síður einangruð á veturna fjarri kulda og hálku. Íslendingar safnast saman við fjölmörg tækifæri, á Kanarí eru meira að segja haldin þorrablót með íslenskum krásum.

Leikstjóri
Magnea Björk Valdimarsdóttir & Marta Sigríður Pétursdóttir
Framleiðandi
Turtledove Productions
Litvinnsla
Lee Lorenzo Lynch
Eftirvinnsla hljóðs
Ester Bíbí Ásgeirsdóttir
aðstoð með tónlist
Thossi kjet
aðstoð við klippingu
Þorbjörg Jónsdóttir