Aftur heim ? (Verk í vinnslu)

Heimafæðingar eru algengastar á Íslandi af öllum norðurlöndunum. Ljósmæður hvetja til heimafæðinga á meðan læknar virðast óttast þær. Nú hefur fæðingarstöðum fækkað úr 16 í 9 um allt land með þeim afleiðingum að konur hafa sífellt minna val og margar konur neyðast til að ferðast langar vegalengdir til að fæða.  Er val á fæðingarstað mannréttindi eða forréttindi og eru heimafæðingar öruggur kostur? Aftur heim? Er heimildarmynd um heimafæðingar og kvenréttindi í fæðingu á niðurskurðartímum í íslensku heilbrigðiskerfi.

Leikstjóri
Dögg Mósesdóttir
Framleiðandi
Dögg Mósesdóttir
Kvikmyndataka
Carolina Salas