Steina & Woody Vasulka

Steina og Woody Vasulka

Steina Vasulka (Steinunn Briem Bjarnadottir f. 1940) og Woody Vasulka (Bohuslav Vasulka f. 1937) eru myndlistarmenn og alþjóðlegir frumkvöðlar á sviði vídeólistar. Þau kynntust árið 1960 í Prag, þáverandi Tékkóslóvakíu, er Steina var við nám í fiðluleik í Prag Konservatorinu og Woody var kvikmyndaskólanemi í FAMU Kvikmyndaskólanum.

 

Árið 1965 fluttu Vasulka-hjónin til New York og stimpluðu sig fljótt inn í listaheiminn þar. Með tilkomu handheldu vídeóupptökutækjanna hófu þau tilraunir með nýja upptökuvél frá Sony og hið nafntogaða The Kitchen árið 1971 sem var fyrsti vettvangur vídeó- og margmiðlunarlistar í heiminum. The Kitchen varð fljótt listamiðstöð skapandi einstaklinga innan vídeólistar, jaðartónlistar og gjörningalistar og starfar enn í dag þegar þetta er ritað. Fjölmargir þekktir listamenn tengdust The Kitchen. Þeirra á meðal eru Andy Mannik, Rhys Chatham and Shridhar Bapat, Andy Warhol, Philip Glass, Joan Jonas, Nancy Holt, Vito Acconci, Mary Lucier, Dara Birnbaum, Bill Viola, Gary Hill and Laurie Anderson.

Steina og Woody eru talin til merkilegustu tilraunalistamanna heims og eru frumkvöðlar á sviði vídeólistar. Frá skjáum til upptöku, og frá heimildamyndaferli til flókinna innsetninga, hafa þau umbreytt sér og endurskapað sig sem listamenn, og eru enn að heimili sínu/vinnustofu í Santa Fe.

 

Steina hlaut Guggenheim-verðlaunin árið 1976 og árið 1997 var hún fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum. Stofnuð var sérstök Vasulka-stofa í Listasafni Íslands árið 2014 sem geymir stóran hluta safneignar Vasulka-hjónanna. Steinu var veitt hin íslenska fálkaorða fyrir framlag sitt til vídeólistar árið 2015 og árið 2016 veitti Alþingi henni heiðurslaun listamanna.

 

——

Steina and Woody Vasulka

Steina Vasulka (born Steinunn Briem Bjarnadottir 1940) and Woody Vasulka (born Bohuslav Vasulka 1937) are early pioneers of video art. The couple met in 1960 in Prague in Czechoslovakia where Steina was studying the classical violin at Prague Conservatory and Woody was studying filmmaking at FAMU. 

 

In 1965 they moved to New York and soon became part of the NY art scene and eventually established the Kitchen in 1971. The Vasulkas started experimenting with the brand portable video camera and recorder. The work that the Vasulka’s presented at the Kitchen´s original Greenwich Village location was: “A range of live documentary and experimental videos, live video performances, live video processing, media installations, and experiments in perception.” Many prominent artist of the time rallied around the Kitchen, to name just a few and key collaborators are Andy Mannik, Rhys Chatham and Shridhar Bapat, Andy Warhol, Philip Glass, Joan Jonas, Nancy Holt, Vito Acconci, Mary Lucier, Dara Birnbaum, Bill Viola, Gary Hill and Laurie Anderson.

 

Steina and Woody’s work have been exhibited at the most prominent museums, galleries and film festivals around the world. The couple moved to Santa Fe New Mexico in 1980 where they still live and work.

 

www.vasulka.org

 

photo credit: Meridel Rubenstein