Skjaldborgarhátíðin

Dagana 2.-5. júní verður Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda haldin í tíunda sinn á Patreksfirði. Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verða veitt bæði áhorfendaverðlaun fyrir bestu heimildamyndina 2017.

Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin fjölbreytt.

Ókeypis er inn á allar heimildamyndir sem keppa um Áhorfendaverðlaunin „Einarinn“.
Hægt er að kaupa armband sem veitir aðgang að sjávarréttaveislu, plokkfiskboði kvenfélagsins, dansiballi og aðgang í sundlaugina. Armbandssala fer fram í Skjaldborgarbíó og verðið er kr. 5000.

Stök verð:

Plokkfiskur kr. 1800
Fiskiveisla kr. 2200
Dansiball kr. 2200
Aðgangur í sundlaugina kr. 600

 

Skjaldborgarar
 • HELGA RAKEL RAFNSDÓTTIR
  Framkvæmd Reykjavík helgarak@gmail.com 696 7719
 • Kristín Andrea Þórðardóttir
  Framkvæmd Reykjavík kristinandrea@gmail.com 820 3646
 • Aron Ingi Guðmundsson
  Framkvæmd Patreksfirði aronigud@gmail.com 695 7620
 • GERÐUR B. SVEINSDÓTTIR
  Framkvæmd Patreksfjörður gerdur@vesturbyggd.is 892 4247