Skjaldborgarhátíðin

Dagana 2.-5. júní verður Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda haldin í tólfta sinn á Patreksfirði. Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verða veitt bæði áhorfendaverðlaun fyrir bestu heimildamyndina og dómnefndarverðlaun sem veitt verða í fyrsta sinn 2017.

Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin fjölbreytt.

Heiti dómnefndarverðlaunanna sem kynnt verða í fyrsta sinn í ár verður afhjúpað á hátíðinni en dómnefnd skipa:

Ísold Uggadóttir leikstjóri

Krishan Arora framleiðandi

Halla Kristín Einarsdóttir leikstjóri

Armband á hátíðina veitir aðgang að sjávarréttaveislu, plokkfiskboði kvenfélagsins, dansiballi og aðgang í sundlaugina.

Armbandssala fer fram í Skjaldborgarbíó og verðið er kr. 7000.

Stök verð:

Plokkfiskur kr. 1800
Fiskiveisla kr. 2500
Dansiball kr. 2500
Aðgangur í sundlaugina kr. 1000

 

Skjaldborgarar
 • HELGA RAKEL RAFNSDÓTTIR
  Framkvæmd Reykjavík helgarak@gmail.com 696 7719
 • Kristín Andrea Þórðardóttir
  Framkvæmd Reykjavík kristinandrea@gmail.com 820 3646
 • Aron Ingi Guðmundsson
  Framkvæmd Patreksfirði aronigud@gmail.com 695 7620
 • GERÐUR B. SVEINSDÓTTIR
  Framkvæmd Patreksfjörður gerdur@vesturbyggd.is 892 4247